Allir vindar blunda

Ljóð: Dr. Sigurbjörn Einarsson. Lag: J. Brahms.

Allir vindar blunda yfir blálygnum sjó,
blíðir skuggar kvöldsins færa þreyttum ró,
máninn bregður slæðu yfir augu sín,
annars hugar, dreyminn á spegil hafsins skín.

Allt. já allt er hljóðnað út um víðan sæ,
aðeins hjarta mínu værð ég ekki fæ,
brimi minnar ástar aldrei slotar þar,
ekki lægir storminn fyrr en sekkur mitt far
ekki lægir storminn fyrr en sekkur mitt far.