Ágústnótt

Lag: Oddgeir Kristjánsson. Ljóð: Árni úr Eyjum

Undurfagra ævintýr,
ágústnóttin hljóð
um þig syngur æskan hýr
öll sín bestu ljóð.

Ljósin kvikna brennur bál,
bjarma slær á grund
. Ennþá fagnar sérhver sál ,
sælum endurfund.

Glitrandi vín og víf
veita mér stundarfrið.
Hlæjandi, ljúfa líf
ljáðu mér ennþá bið.

Undurfagra ævintýr
ágústnóttin hljóð
hjá þér ljómar ljúf og hýr
lífsins töfraglóð.