Aðventan

Lag: John Høybye. Texti, ísl þýð: Sigurður Ingólfsson

 

Eins og feiminn fugl á grein

finn ég jólin koma heim.

Ég set kransinn enn á borðið

og ég hvísla gleðiorðið

og hið fyrsta ljós nú lýsir

hvíslum: Jól á ný, jól á ný, jól á ný.

 

Eins og feiminn fugl á grein

finn ég jólin koma heim.

Fjórar vikur ljósið logar

líkt og í mér spenntir bogar

og hið annað ljós nú lýsir

raulum: Jól á ný, jól á ný, jól á ný.

 

Eins og feiminn fugl á grein

finn ég jólin koma heim.

Nú mun blessað borðið prýðast

einmitt svona eins og síðast

og hið þriðja ljós nú lýsir

syngjum: Jól á ný, jól á ný, jól á ný.

 

Eins og feiminn fugl á grein

finn ég jólin koma heim

þessa ljúfu ljósa daga

held ég lífinu til haga

og hið fjórða ljós nú lýsir

hrópum: Jól á ný. jól á ný, jól á ný.