Þórhildur Örvarsdóttir 2003 – 2005

tota
Þórhildur Örvarsdóttir

Þórhildur Örvarsdóttir er fædd og uppalin á Akureyri. Hún hóf söngnám í Reykjavík við Tónlistarskóla FÍH 1993 og fór þaðan í Tónlistarskólann á Akureyri. Hún lauk prófi frá Söngskólanum í Reykjavík vorið 2000. Einnig hefur hún sótt ýmis námskeið t.d. hjá Sigríði Ellu Magnúsdóttur, Elly Ameling og Cathrine Sadolin.
Þórhildur hefur komið víða við í tónlist þar á meðal í söngleiknum Evítu, sungið hlutverk Elisu Doolitte í My fair Lady og Saffiar í óperunni Sígaunabaróninn, auk þess að taka þátt í allskonar tónleikum og tækifærissöng.
Hún var fastur félagi í kammerkór Akureyrarkirkju – Hymnodia 2002-2005 og söngvari í þjóðlagahljómsveit-inni Mór. Hún hefur haldið fjölda námskeiða í söng og raddbeitingu bæði fyrir börn og fullorðna.
Þórhildur hélt sumarið 2005 til Danmerkur, með sína fimm manna fjölskyldu, til frekara náms við The Complete Vocal Institute í Kaupmannahöfn.
Þórhildur var stjórnandi Kvennakórs Akureyrar frá hausti 2003 – vors 2005.