Söngur á Ráðhústorgi

Á dagskrá kvennafrídagsins á Ráðhústorgi 24. október söng Kvennakór Akureyrar 2 lög, þ.e. Hvað er svona merkilegt við það og Áfram stelpur við undirleik og stjórn Sigrúnar Mögnu Þórsteinsdóttur.

Kórinn syngur í bleikri messu í Akureyrarkirkju

Allir velkomnir í bleika messu næstkomandi sunnudag 🙂

Posted by Akureyrarkirkja Eyrarlandsvegi on Þriðjudagur, 9. október 2018

Aðalfundur og næstu verkefni

Sunnudaginn 16. september var aðalfundur kórsins haldinn í Brekkuskóla.  Lítilsháttar breytingar urðu á stjórninn þar sem Anna Breiðfjörð Sigurðardóttir lét af starfi gjaldkera en Sigríður Jónsdóttir tók við.  Stjórnin er þá þannig skipuð:
Þórunn Jónsdóttir, formaður, Halla Sigurðardóttir, varaformaður, Sigríður Jónsdóttir, gjaldkeri, Valdís Þorsteinsdóttir, ritari og Margrét Ragúels, meðstjórnandi.

Næst á döfinni hjá kórnum er þetta:

Sunnudaginn 7. október verður haldið bingó í Brekkuskóla til fjáröflunar fyrir kórinn, því nú er fyrirhuguð ferð á kóramót á Ítalíu næsta sumar.

Kórinn syngur í Bleikri messu í Akureyrarkirkju 14. október kl 20, en sú messa er haldin árlega í tengslum við árveknisátak Krabbameinsfélagsins.

Æfingahelgi verður haldin fyrir kórfélaga 27. – 28. október að Hótel Natur á Þórisstöðum á Svalbarðsströnd.

 

Mæðradagstónleikar og kökuhlaðborð 13. maí

Kvennakór Akureyrar heldur vortónleika sína á mæðradag, 13. maí 2018 í Akureyrarkirkju kl 14:00

Tónlistin er einstaklega ljúf og notaleg, með áherslu á sjöunda áratug síðustu aldar.

Kórinn býður tónleikagestum í veglegt kökuhlaðborð í safnaðarheimilinu að tónleikum loknum.

Miðaverð er kr. 4000,- en ókeypis er fyrir 15 ára og yngri. Enginn posi.

Stjórnandi er Sigrún Magna Þórsteinsdóttir. Helga Bryndís Magnúsdóttirleikur á píanó og Ave Sillaots leikur á harmonikku.

Akureyrarstofa er styrktaraðili tónleikanna.

 

Þrír kvennakórar í Miðgarði í Skagafirði

Laugardaginn 7. apríl verða haldnir tónleikar í Menningarhúsinu Miðgarði í Skagafirði þar sem 3 kvennakórar koma saman og syngja.

Kvennakórinn Sóldís stendur fyrir þessum viðburði og bauð 4 kvennakórum af Norðurlandi þátttöku, en 2 þeirra komust ekki á þessum tíma.

Ef vel tekst til er ætlunin að gera þetta að árlegum viðburði og munu kórarnir skiptast á að vera gestgjafar.

Kórarnir sem koma fram eru Kvennakórinn Sóldís, Kvennakórinn Embla og Kvennakór Akureyrar og hefjast tónleikarnir kl. 16:00.

 

Þátttaka í kórahátíð í Hofi í kvöld

Í kvöld 22. janúar tekur Kvennakór Akureyrar þátt í kórahátíð í Hofi.  Tónlistarfélag Akureyrar, sem er einn af stofnendum Tónlistarskólans á Akureyri, heldur upp á 75 ára afmæli sitt með glæsilegri tónlistarveislu í Hofi dagana 22. – 28. janúar. Dagskrána vikunnar má sjá á tonak.is og  mak.is

Í kvöld 22. janúar kl. 20 er það Kórahátíð:  Kvennakór Akureyrar, stjórnandi Sigrún Magna Þórsteinsdóttir, Karlakór Eyjafjarðar, stjórnandi Guðlaugur Viktorsson, Kór aldraðra í fínu formi, sjórnandi Petra Björk Pálsdóttir og Kvennakórinn Emblur, stjórnandi Roar Kvam. Meðleikarar á píanó, Helga Kvam og Valmar Väljaots.