Kórfélagi kvaddur

Kvennakór Akureyrar tók þátt í því í gær að veita Sólveigu Hrafnsdóttur, söngkonu í alt 1, sína hinstu kveðju þegar hún var jarðsungin í Akureyrarkirkju.

Sólveig féll frá 10. janúar, en hún hafði sungið með kórnum um árabil og meðal annars setið í stjórn kórsins. Hún var dýrmætur kórfélagi og hennar verður sárt saknað.

Kórkonur votta eiginmanni Sólveigar og aðstandendum sína dýpstu samúð og lýsa þakklæti sínu fyrir að fá að taka þátt í þessari fallegu athöfn.