Æfingar að hefjast með nýjum kórstjóra

Í dag hefjast æfingar kórsins á haustönn. Nú hefur verið skipt um um æfingastað og æfingar flytjast úr Brekkuskóla í Menntaskólann á Akureyri.

Sigrún Magna Þórsteinsdóttir hefur látið af störfum sem kórstjóri, við þökkum henni frábært samstarf og í hennar stað bjóðum við velkominn nýjan kórstjóra, Valmar Väljaots.

Valmar er fjölhæfur og margreyndur tónlistarmaður sem kom hingað til lands frá Eistlandi fyrir 25 árum og hlökkum við kórkonur til samstarfsins við hann.