Senn kemur vor

Lag: Dmitri Kabalevski. Ljóð: Sigríður I. Þorgeirsdóttir.

Senn kemur vor,
sólin vermir spor.
Rísa af rökkurblund runnar og blóm.
Fjallalind fríð
laus við frost og vetrarhríð,
létt og blítt í lautum hjalar
hjalar hún við lágan stein.

Fuglinn minn flaug,
frjáls um loftið smaut.
Leitaði strandar í lifandi þrá
norður til mín
þar sem nætursólin skín.
Kvað hann þá svo kátum rómi
rómi hátt um kvöldin löng.