Vel heppnað kóramót

alt
Kvennakór Akureyrar á kóramóti í Hofi 23. okt. 2010

Kóramótið í Hofi þann 23. okt. s.l. þótti takast með eindæmum vel og var það mál margra að gera þyrfti slíkt kóramót að árlegum viðburði í Hofi.
24 kórar tóku þátt í mótinu og áætlað var að um 700 manns hafi verið að syngja í Hofi þennan dag.  Áhorfendur voru einnig fjölmargir og líklega um eða yfir 500 þegar allir kórarnir sungu saman í lokin.
Dagskráin fór fram á stóra sviðinu og var salurinn, Hamraborgin,  opinn gestum og gangandi meðan á dagskránni stóð.
Á mótinu komu fram 8 kirkjukórar, 3 kórar eldri borgara, 4 aðrir blandaðir kórar, 5 karlakórar og 4 kvennakórar.
Kórarnir komu frá starfssvæði Eyþings sem er landshlutasamtök sveitarfélaga á Norðausturlandi frá Fjallabyggð að vestan að Langanesbyggð að austan, en innan Eyþings eru 13 sveitarfélög með liðlega 29.000 íbúa. Styrktaraðilar voru Menningarráð Eyþings, Rarik og Samband íslenskra karlakóra.