Tvennir tónleikar í Hofi

Kvennakór Akureyrar stendur fyrir tvennum tónleikum í Hofi á haustönninni. 

Þeir fyrri verða sérstakir 10 ára afmælistónleikar kórsins. Þar verða rifjaðir upp gamlir smellir í bland við nýja. Stjórnendur kórsins þessi 10 ár hafa verið Björn Leifsson, Þórhildur Örvarsdóttir, Arnór Vilbergsson, Jaan Alavere og Daníel Þorsteinsson og hefur lagavalið verið mjög fjölbreytt, eins og sjá má hér. Tónleikarnir verða í Hömrum í Menningarhúsinu Hofi þann 19. nóvember.

Seinni tónleikarnir eru árlegir styrktartónleikar fyrir Mæðrastyrksnefnd Akureyrar. Slíkir tónleikar hafa verið haldnir skömmu fyrir jól allt frá árinu 2003.  Þá hefur kórinn fengið aðra kóra og tónlistarmenn til liðs við sig og að þessu sinni er meiningin að halda veglega tónleika í aðalsalnum í Hofi þann 8. desember. Nánar verður sagt frá þessum tónleikum síðar og þá hvaða tónlistarfólk kemur til liðs við kórinn.