Tónleikum lokið

Í kvöld sungum við síðustu tónleikana okkar í ferðinni og það var þreyttur en ánægður hópur sem settist niður i lobbyinu á hótelinu á eftir. Við sungum í fallegri kirkju á háskólasvæðinu í miðborginni og fengum fjölmarga þakkláta áheyrendur, flesta af íslenskum ættum, en einnig frá öðrum Norðurlöndum. Ræðismaður Íslands í Minneapolis dr. Örn Arnar bauð okkur velkomin og bauð öllum viðstöddum til veislu á eftr,  en Íslendingafélagið stóð fyrir veitingum. Þarna fengum við mjög góðar móttökur og áttum gott spjall við fólkið, sem var þakklátt fyrir tónleikana og bað okkur að koma sem fyrst aftur!