Tónleikar og æfingabúðir

Kvennakórinn vinnur nú að undirbúningi tónleika til heiðurs hinum ástkæra tónlistarkennara og afkastamikla tónskáldi Birgi Helgasyni. Á tónleikunum verða flutt lög eftir Birgi sem útsett eru fyrir karlakóra, kvennakóra, blandaða kóra og einsöngvara. Tónleikarnir eru haldnir í samstarfi við Karlakór Akureyrar-Geysi, Hymnodiu kammerkór og Rúnarkórinn og verða haldnir í Akureyrarkirkju fimmtudagskvöldið 3. mars kl. 20:00.

Til að undirbúnings fyrir tónleikana verður Kvennakórinn með æfingahelgi að Húsabakka í Svarfaðardal helgina 27.-28. febrúar. Kórinn vinnur þar einnig að undirbúningi vortónleika og væntanlegrar ferðar til Króatíu í júní.