Þorrasöngur í Hlíð og æfingahelgi framundan.

Þorramynd

Æfingar hófust eftir jólafrí strax 4. janúar og nú æfir kórinn að krafti lög undir þemanu „Dífur og drottningar“ og ný lög bætast við á hverri æfingu.

Einnig er æfingarhelgi framundan, þ.e.  helgina 28. febrúar – 1. mars að Húsabakka í Svafaðardal og má þar búast við miklum söng og gleði.

Þorrinn er nú genginn í garð og í tilefni af því syngur kórinn fyrir heimilisfólk í Hlíð ásamt Snorra Guðvarðar og Karlakór Akureyrar Geysi síðdegis föstudaginn 6. febrúar. Þetta er orðinn árlegur viðburður að kórfélagar taki þátt í þessum söng og er það til mikillar gleði fyrir flytjendur og vonandi áheyrendur líka.