Styttist í að dagskrá haustsins hefjist

Nú styttist í að sumarfríi kórsins fari að ljúka og við taki dagskrá haustsins.  Venjubundnar æfingar hefjast 22. september en ýmislegt verður samt á döfinni áður en að þeim kemur.

Kvennakór Akureyrar syngur í byrjun Akureyrarvöku í Lystigarðinum föstudaginn 30. ágúst.  Þema Akureyrarvöku að þessu sinni er fjölmenning og má því vænta þess að kórinn bregði fyrir söng á fleiri en einu tungumáli.

Nánari upplýsingar um viðburði og dagskrá koma síðar en búast má við skemmtilegum og viðburðaríkum vetri. Hápunkturinn verður svo líklega landsmóti kvennakóra sem kórinn sér um að halda í maí.