Söngur á Dvalarheimilunum Kjarnalundi og Hlíð

Kvennakórinn ætlar að heimsækja heimilisfólkið í Kjarnalundi sunnudaginn 25. mars um kl. 15:30. Þar verða sungin nokkur lög og að því loknu haldið að Hlíð og sungið fyrir fólkið sem þar á heima um kl. 16:15.

Að þessu loknu tekur kórinn til við sína hefbundnu sunnudagsæfingu, en að þessu sinni í Dvalaheimilinu Hlíð.