Kórstarfið að hefjast eftir sumarfrí

Það er ýmislegt spennandi og skemmtilegt framundan hjá Kvennakór Akureyrar á næstunni eins og til dæmis 10 ára afmæli kórsins, sem haldið verður upp á með pompi og prakt þann 19. nóvember. Nánar verður sagt frá því síðar.

Haustmarkaður KvAk  verður haldinn 10 september í Hlöðunni að Hömrum (tjaldstæðinu/ útilífsmiðstöð skáta) eins og í fyrra.
Þar verður sitt af hverju tagi á boðstólum, ætt og óætt, til dæmis, handverk, fatnaður, fjallagrös, ber (vonandi) og margt fleira.

Fyrsta æfing starfsársins er áætluð sunnudaginn 4. september kl 17:00 og þá verður einnig auglýst eftir nýjum kórfélögum.