Kóramót í Hofi

Kvennakór Akureyrar tekur þátt í kóramóti sem haldið er í Menningarhúsinu Hofi laugardaginn 23. okt.  Alls taka 24 kórar þátt í dagskránni sem stendur frá kl 10:00 til ca 18:30.  Kórarnir, sem eru af öllum stærðum og gerðum, koma fram í 20 mín. hver og í lokin sameinast þeir og syngja allir saman. Sungið verður í salnum sem fengið hefur nafnið Hamraborgin og er hann opinn gestum og gangandi á meðan á dagskránni stendur.  Nánar um hvaða kórar taka þátt og niðurröðun þeirra má sjá hér.