Kórahátiðin á laugardaginn

Nú styttist í Kórahátíðina í Hofi, en hún er næsta laugardag þann 27. okt.  Nánar um hátíðin má sjá á heimasíðu Hofs og þar er einnig tímaplan kóranna og fleira.  Kvennakór Akureyrar kemur fram kl. 13:10 en kórarnir syngja allir sameiginlega um kl. 15:30.  Þarna er boðið upp á samfellda tónleika frá kl. 10:30 til 16:00, aðgangur er ókeypis og hægt að koma og fara eins og hver vill á meðan á söngnum stendur.