Góður æfingadagur að baki

Laugardaginn 2. apríl var haldinn æfingadagur fyrir kórinn í Stórutjarnaskóla í Ljósavatnsskarði.  Æfingar stóðu frá kl. 9 að morgni til klukkan að ganga sex síðdegis.

Kórinn æfir nú fyrir landsmót kvennakóra sem haldið verður á Selfossi 29. apríl til 1. maí n.k.  Þar munu um 600 konur sameinast í æfingum og söng.  Nánar verður sagt frá mótinu síðar.