Gleðilegt ár!

        Gestir heimasíðunnar fá innilegar óskir um gleðilegt ár 2010.

        Kórinn á að baki farsælt og gott ár 2009 og lauk því með tvennum glæsilegum tónleikum með Karlakór Dalvíkur þann 27. desember.

        Kórar og annað tónlistarfólk sem starfað hefur með Kvennakór Akureyrar árið 2009 fá hjartans þakkir fyrir ánægjulegt samstarf.