Fréttabréf í mars

Myndin er tekin á æfingadegi við Hótel Natur á Svalbarðsströnd.

 

Vorönnin hjá Kvennakór Akureyrar verður fjölbreytt og skemmtileg eins og svo oft áður.  Æfingar hófust 20. janúar og koma til með að standa fram í júní þar sem fyrir höndum er 5. utanlandsferð kórsins. Að þessu sinni verður stefnan tekin á kóramót í Verona á Ítalíu og stendur ferðin yfir frá 26. júní til 8. júlí en nánar um það síðar.

Æfingadagur var haldinn á Hótel Natur á Svalbarðsströnd þann 2. febrúar frá kl. 9:00 til 17:00 og tókst hann í alla staði vel og skilaði góðum árangri.

Tvisvar í vetur hefur verið haldið bingó í Brekkuskóla með góðri þátttöku. Í hléum stóð bingógestum svo til boða að kaupa veitingar og er þetta liður í fjáröflun fyrir Ítalíuferðina.

Fjölmörg verkefni eru framundan sem nánar verður sagt frá jafnóðum. Má þar nefna afmælistónleika Jaan Alavere 6. apríl og söng á skafli í Hlíðarfjalli um páskana. Á mæðradaginn 12. maí syngur kórinn við messu í Akureyrarkirkju og heldur síðan vortónleika sama dag og á sama stað með þátttöku Kvennakórs Háskóla Íslands. Þann 19. júní hefur kórinn verið beðinn að syngja við frumsýningu heimildamyndar um Elísabetu Jónsdóttur frá Grenjaðarstað.

Af þessu má sjá að í nógu er að snúast og margt spennandi framundan hjá Kvennakór Akureyrar.