Ferðalagið vestan hafs gengur vel

Eftir flug til Minneapolis dagana 2. og 3. ágúst sameinuðust allir félagar og fylgifiskar Kvennakórs Akureyrar að kvöldi 3.ág. í smábænum Rogers. Að morgni 4.ág. var haldið norður á bóginn og ekið til Grand Forks með viðkomu i Clearwater, en hádegisverður snæddur í Alexandriu. Að honum loknum var þar skoðað norrænt byggðasafn og í lítilli kirkju á safnsvæðinu brast kórinn í söng, sem síðan var endurtekinn að ósk safngesta sem misstu af frumflutningi. Á morgun 5.ág. verður haldið til Winnipeg og Gimli.