Dívur og drottningar – Tónleikar 31. okt og 1. nóv

Kvennakór Akureyrar heldur tvenna tónleika um næstu helgi. Tónleikarnir Dívur og drottningar sem haldnir voru s.l. vor verða endurteknir, fyrst í Hömrum í Hofi laugardaginn 31. okt. kl. 16:00 og svo í Ýdölum í Aðaldal sunnudaginn 1. nóv. kl. 15:00.

Kórinn hefur fengið til samstarfs við sig Kvenfélag Aðaldæla, en þær ágætu konur verða með kaffisölu í hléi á tónleikunum  í Ýdölum. Kvenfélagskonurnar reiða fram krásir sem seldar verða fyrir 1300 krónur á mann, en allur ágóði af veitingasölu rennur í sjóð Kvenfélagsins. Kvenfélagið er reyndar ekki með posa, svo munið að taka með reiðufé.

Dívur og drottningar, auglýsing.pages