Þátttaka í kórahátíð í Hofi í kvöld

Í kvöld 22. janúar tekur Kvennakór Akureyrar þátt í kórahátíð í Hofi.  Tónlistarfélag Akureyrar, sem er einn af stofnendum Tónlistarskólans á Akureyri, heldur upp á 75 ára afmæli sitt með glæsilegri tónlistarveislu í Hofi dagana 22. – 28. janúar. Dagskrána vikunnar má sjá á tonak.is og  mak.is

Í kvöld 22. janúar kl. 20 er það Kórahátíð:  Kvennakór Akureyrar, stjórnandi Sigrún Magna Þórsteinsdóttir, Karlakór Eyjafjarðar, stjórnandi Guðlaugur Viktorsson, Kór aldraðra í fínu formi, sjórnandi Petra Björk Pálsdóttir og Kvennakórinn Emblur, stjórnandi Roar Kvam. Meðleikarar á píanó, Helga Kvam og Valmar Väljaots.

Jólatónleikar

Kvennakór Akureyrar og Kammerkórinn Ísold ásamt hljómsveit halda jólatónleika sína fimmtudaginn 14. desember í Akureyrarkirkju kl. 20:00.

Stjórnandi beggja kóra er Sigrún Magna Þórsteinsdóttir.

Miðaverð er kr. 3000,- en ókeypis fyrir börn undir 14 ára. Enginn posi.

Akureyrarstofa er styrktaraðili tónleikanna.

Fréttayfirlit

Starfsemin á þessu hausti hófst þann 10. september og stjórnandi kórsins er áfram Sigrún Magna Þórsteinsdóttir sem stjórnað hefur kórnum frá því í mars 2017.  Æfingar eru á sunnudögum og kórfélagar eru um 65 talsins.

Aðalfundur var haldinn 17. september og var stjórnin sem starfaði á síðasta starfsári endurkjörin. Þórunn Jónsdóttir er formaður, Halla Sigurðardóttir varaformaður, Anna B. Sigurðardóttir gjaldkeri, Valdís Þorsteinsdóttir ritari og Margrét Ragúels meðstjórnandi.

F.v.  Anna, Valdís, Þórunn, Halla og Margrét.

Æfingadagur var haldinn í Brekkuskóla 23 september og æft af krafti fyrir hausttónleikana sem síðan voru haldnir 8. október kl. 17:00 í Akureyrarkirkju. Klukkan 20:00 sama kvöld söng kórinn síðan í Bleikri messu í Akureyrarkirkju en slík messa er haldin þar árlega í október.

Að þessu loknu var tekið til við að æfa á fullu fyrir jólatónleikana sem haldnir verða 14. desember. Þessir tónleikar verða nánar auglýstir síðar en ljóst er að þar verður um að ræða fínustu skemmtun þar sem sungin verða bæði hefðbundin og óhefðbundin jólalög við undirleik góðra hljóðfæraleikara.

Aðalfundur 17. september

Dagskrá aðalfundar Kvennakórs Akureyrar 17. sept. 2017
1. Fundur settur.
2. Skipan fundarstjóra og fundarritara.
3. Lestur fundargerðar síðasta aðalfundar.
4. Skýrsla stjórnar og umræður.
5. Ársreikningar félagsins lagðir fram til umræðu og samþykktar.
6. Kosning tveggja skoðunarmanna ársreikninga og eins til vara.
7. Kosning stjórnar.
8. Lagabreytingar.
9. Önnur mál.

Kórinn tekur til starfa eftir sumarfrí

Kvennakór Akureyrar er í þann mund að hefja starf sitt þetta haustið. Sunnudaginn 10. september kl. 16:45 – 19:00 verður fyrsta æfing vetrarins og þá verður tekið hlýlega á móti nýjum kórkonum.

Meðfylgjandi auglýsing birtist í Dagskránni nú í vikunni.

auglysing_haust_17

Stjórnendur í vetur og væntanlegt landsmót

Í vetur hefur kórinn haft tvær öflugar konur sem stjórnendur. Frá hausti og fram til 1. mars var það hún Sóla og síðan hún Sigrún Magna og hafa þær séð um að þjálfa okkur fyrir landsmót íslenskra kvennakóra og fleiri verkefni vetrarins.
Myndir og texti um Sólu má sjá hér og Sigrúnu hér.

Gígjan, landssamband íslenskra kvennakóra stendur fyrir landsmóti á 3ja ára fresti.  Skemmst er þess að minnast að vorið 2014 var landsmótið haldið hér á Akureyri.

Að þessu sinni verður mótið haldið á Ísafirði 11. -13. maí og hefur Kvennakór Ísafjarðar veg og vanda af framkvæmd þess.

Mikil eftirvænting er hjá okkur í Kvennakór Akureyrar og munum við leggja land undir fót snemma morguns þann 11. maí og koma heim aftur að kvöldi 14. maí.

Dagskráin samanstendur af æfingum í smiðjum, sameiginlegum æfingum og tónleikum þar sem kórarnir koma fram með sína dagskrá svo og með sameiginlegum afrakstri úr smiðjunum.

Lokatónleikarnir verða á laugardeginum 13. maí og dagskránni lýkur síðan með hátíðarkvöldverði og mótsslitum.

 

Þorrasöngur á Öldrunarheimilum

Þorrablót íbúanna á Hlíð og Lögmannshlíð verða föstudaginn 3. febrúar og hefð er fyrir því að konur í Kvennakór Akureyrar taki þátt í þorrasöng af því tilefni.

Snorri Guðvarðsson stendur fyrir skipulagningunni á þessu að venju og fær með sér félaga úr kvennakórnum og Karlakór Akureyrar Geysi. Sungin verða létt lög sem allir kunna og vonandi taka þorrablótsgestir vel undir!

Snorri hefur lengi verið góðvinur Kvennakórsins og á meðfylgjandi mynd má sjá hann við undirleik á tónleikum kórsins í mars 2006.

Byrjað verður að syngja kl. 17:15 í Hlíð og síðan er farið yfir í Lögmannshlíð og sungið þar líka.