
Minningartónleikar Jaan Alavere
Jaan Alavere var mörgum kunnugur á Norðurlandinu en hann lést mjög skyndilega þann 3. september árið 2020 í miðju Covid. Jarðarförin fór fram í kyrrþey og var hann svo jarðsettur í Eistlandi.
Jaan var fæddur þann 4. apríl 1969 og þykir því vel við hæfi að halda tónleika honum til heiðurs þann 4. apríl 2024 en þá hefði hann orðið 55 ára gamall.
Tónleikarnir verða haldnir í Akureyrarkirkju 4. apríl kl 20:00
Enginn aðgangseyrir, en tekið verður við frjálsum framlögum.
Fram koma:
Söngfélagið Sálubót
Jónína Björt Gunnarsdóttir
Óskar Pétursson
Jónas Reynir Helgason
Bolli Pétur Bollason
Grete Alavere
Marika Alavere
Valmar Väljaots
Eyþór Ingi Jónsson
Hljómsveitin Gourmet – Trausti Már Ingólfsson, Knútur Emil Jónasson, Borgar Þórarinsson og Pétur Ingólfsson.
Kvennakór Akureyrar
Kvennakór Akureyrar mun syngja jólalög í LYST, Lystigarðinum Jólasöngur KVAK | Facebook fimmtudaginn 14. desember kl. 16:30.
Enginn aðgangseyrir og opið á veitingastaðnum.

Sunnudagur 19. nóvember æfing í Brekkurskóla.
Alt raddir mæta kl.15:30 og sópran kl.16:30. Æfingin verður til 18:00
Bragi Þór Valsson býður upp á nótnanámskeið
Námskeiðið er í formi myndbanda og gagnvirkra æfingaverkefna sem allir geta horft á og spreytt sig á eins oft og þeir vilja.
Hlekkurinn á námskeiðið er: https://namskeidaskolinn.is/course/laerdu-ad-lesa-notur/
og afsláttarkóði, sem er í gildi fyrir alla aðildarkóra Gígjunnar til 1. nóv er: gigjan2023
Í dag æfum við með gleði🙂 eins og alltaf. Í Brekkuskóla kl. 16:00 til 18:00 skerpum á Bohemian, Libertango, Bei mir bist du schön, Natural woman og Í kór. Munið að nýta ykkur hljóðfælana. Linkurinn er efst á opnu fb-síðunni
Á aðalfundinum var að venju kosið í stjórn. Úr stjórninni gengu Guðrún Hreindís Hreinsdóttir og Margrét Einarsdóttir. Í þeirra stað komu þær Sigurlaug Ásta Blomsterberg Grétarsdóttir og Þuríður Sólveig Árnadóttir. Kórinn þakkaði gömlum stjórnarkonum, vel unnin störf og bauð nýjar velkomnar með lófaklappi
Nýkjörin stjórn mun hittast á allra næstu dögum, skipta með sér verkum og ganga frá dagskrá vetrarins eins og mögulegt er. Mikill hugur var í stjórnarkonum og tilhlökkun hjá kórkonum að takast á við nýtt starfsár.
Í dag 24. september.
Aðalfundur í Brekkuskóla kl. 15:00 æfing kl. 16:00 – 18:00
Athugið að æfingin í dag er frá 15:00 til 17:00 í Brekkuskóla. Gengið inn í norð/vestur horni skólans (sem snýr að gamla íþróttahúsinu)