Kórastarfið hefst fimmtudaginn 19. september með aðalfundi og æfingu. Fundurinn hefst með pizzuveislu kl. 18:00 og formlegur fundur kl. 18:30
Æfingar verða á fimmtudögum kl. 19:30 til 21:30 í Brekkuskóla.
Við munum að syngja á jólatónleikum með Dísellu, Heru Björk og Margréti Eir. Við ætlum samt ekki að hefja haustið með því að æfa jólalög og mætum því með þær nótum sem við vorum með síðasta vetur.
Nýjar konur eru hjartanlega velkomnar í Kvennakór Akureyrar og alltaf má senda póst á kvak@kvak.is þar sem hægt er að fá nánari upplýsingar og við svörum um hæl og sendum nótur til nýrra félaga.
Ekki verður farið í utanlandsferð eða á kóramót þennan veturinn og er því tilvalið fyrir nýjar konur að koma og prófa.