Árshátíð 18. apríl 2015

Árshátíð Kvennakórs Akureyrar var haldin 18. apríl 2015 í Viðjulundi á Akureyri.

Sópran 2  er skemmtinefnd í vetur og sá um alla skipulagningu og framkvæmd, Eins og alltaf þegar kórinn kemur saman var þetta hin besta skemmtun og mikið hlegið og sungið.

Hver rödd lagði til skemmtiatriði og auk þess fengu árshátíðargestir smá danskennslu að hætti Önnu Breiðfjörð.

Undir borðhaldi og milli atriða rúllaði svo myndasýning frá leik og starfi kórsins frá árunum 2002-2012 sem Aðalbjörg Sigmarsdóttir og Halla Gunnlaugsdóttir tóku saman.

Nokkrar myndir frá árshátíðinni má sjá hér á síðunni.