Afmælistónleikarnir laugardag 19. nóv.

Það er að koma að því !

Kórinn heldur upp á 10 ára afmæli sitt með veglegum afmælistónleikum í Hömrum í Menningarhúsinu Hofi laugardaginn 19. nóv. kl. 15:00.

Þar mun kórinn stikla á stóru yfir þessi 10 viðburðarríku ár og flytja lög sem spanna sögu kórsins. Einnig mun hann frumflytja afmælislagið Árstíðirnar með texta Önnu Dóru Gunnarsdóttur kórfélaga við lag Daníels Þorsteinssonar stjórnanda kórsins. Með kórnum á tónleikunum spilar hljómsveitin Aladár Rácz á píanó, Pétur Ingólfsson á kontrabassa og Emil Þorri Emilsson á slagverk.

Miðaverð á tónleikana er 2000 og hægt að kaupa miða á www.menningarhus.is eða í afgreiðslunni í Hofi. Frítt er fyrir 14 ára og yngri.