Æfingar komnar af stað og spennandi vetur framundan

Æfingar hófust af fullum krafti 4. september s.l. og nú hafa bæst við níu konur frá því í fyrra. Tvennir tónleikar verða fyrir jól, kórinn fagnar 10 ára starfsafmæli þann 19. nóvember með tónleikum og hátíð og síðan verða hinir árlegu tónleikar fyrir Mæðrastyrksnefnd Akureyrar haldnir í Hofi 8. desember.  Nánari fréttir um tónleika á vorönn koma síðar en rúsínan í pylsuendanum á þessu starfsári verður söngför til Kanada í byrjun ágúst 2012 !