Æfingar á vorönn komnar á fullt

Æfingar kórsins eftir jólafrí hófust 8. janúar og er nú tekist á við nýtt prógramm fyrir vortónleika sem væntanlega verða fleiri en einir í maí.
Einnig er nú æft fyrir ferð kórsins á Íslendingadaginn í Kanada sem verður í byrjun ágúst.

Kórinn syngur ásamt Karlakór Akureyrar Geysi á þorrablóti heimilisfólks á Hjúkrunar- og dvalarheimilinu Hlíð n.k. föstudag 10. febrúar og síðar í vetur mun kórinn einnig syngja aftur í Hlíð og í Kjarnalundi.

Æfingardagur mun verða haldinn í mars en nánar verður sagt frá kórstarfinu jafnóðum.