Æfingadagur að baki

Laugardaginn 2. október var haldinn æfingadagur í Valsárskóla á Svalbarðseyri.  Æfingar hófust kl. 9 um morguninn og stóðu til kl. 17:30.  Að þessu sinnu fékk kórinn góðan gest, því að Margrét Bóasdóttir, sópransöngkona og margreyndur og lærður kórstjóri var Daníel til aðstoðar. Það er ekki ofsögum sagt að þetta kom mjög vel út, því Margrét fræddi kórkonur um ýmis praktísk atriði í söngnum og leiðbeindi einnig um það sem betur mátti fara. Í kaffi og matarhléum sáu kvenfélagskonur á Svalbarðsströnd um það að enginn væri svangur og voru veitingarnar hjá þeim aldeilis frábærar.
Framundan hjá kórnum er svo þátttaka í kórahátíð í Menningarhúsinu Hofi 23. október, en þar munu fjölmargir kórar koma fram allan liðlangan daginn og syngja síðan saman að lokum.
21. nóvember verða árlegir styrktartónleikar fyrir Mæðrastyrksnefnd Akureyrar haldnir í Akureyrarkirkju.