Vetrarstarfið að byrja jibbý húrra.

Nú er fjörið að byrja.

Fyrsta æfing verður næsta sunnudag 14. september í Brekkuskóla kl. 19:30 til 21:30.

Nýir félagar hjartanlega velkomnir.

Þetta er virkilega gefandi og skemmtilegur kór og það er „alltaf“ gaman á æfingum hjá okkur.

Allar ferðirnar, kóramótin og æfingadagarnir eru eitthvað sem við kórkonur eigum yndislega skemmtilegar minningar um.