Í júní 2024 var farið í söngferðalag til Skotlands. Í hópnum voru 50 manns : 35 kórkonur, Valmar kórstjórinn og 14 makar.
Flogið var til Glasgow þann 21. júní og komið aftur heim til Íslands viku seinna, 28. júní. Gist var í Glasgow, Rothesay á Bute eyjunni, bænum Oban, í Inverness í skosku hálöndunum og endað í Edinborg.
Kórinn söng á tvennum tónleikum. Fyrri tónleikarnir voru haldnir 22. júní í litlu þorpi, Gartocharn, innan Loch Lomond og Trossachs þjóðgarðsins. Félagar úr kirkjukórnum á staðnum, tóku á móti Kvennakórnum og boðið var upp á léttan hádegisverð. Tónleikarnir tókust vel og gestirnir alsælir með okkar söng. Endaði heimsóknin með kaffi (te) og smákökum.
Strax daginn eftir, 23. júní var ekið og siglt til eyjunar Bute. Þar tók á móti okkur Elise Valmarsdóttir sem hjálpaði okkur við skipulagningu þessa tónleika. Auk Elise tók á móti okkur með miklum fögnuði heimakórinn Ballianlay sem einnig söng á tónleikunum. Kórarnir sungu báðir sitt program enn enduðum saman á laginu Why We Sing við mikinn fögnuð tónleikagesta. Fyrir og eftir tónleika var okkur boðið á glæsilegt kökuhlaðborð. Höfðingjalegar móttökur.
Á ferðalagi um Skotland og skosku hálöndin skoðuðum við Stirling kastala, hefðasetrið Mount Stuart House, Inveraray kastala, Hálandasafnið og farið í siglingu á Loch Ness – skrýmslið Nessie lét ekki sjá sig – eða hvað?. Náttúrufegurðin heillaði allan hópin og sólin skein á réttum tímum og stöðum.
Fararstjóri Ana Korbar
Hér má sjá myndir úr ferðinni