Ný stjórn Kvennakórsins kosin á aðalfundi 19.september 2024

Á aðalfundi Kvennakórs Akureyrar sem haldinn var í Brekkuskóla fimmtudaginn 19. september urðu breytingar á stjórn kórsins.

Lára Sigurðurdóttir gekk úr stjórninni og í hennar stað var kjörin Birna Ingólfsdóttir.

Lára hefur setið í stjórn í tvö ár og kórkonur þökkuðu henni vel unnin störf með lófaklappi.

Í stjórn sitja nú Birna Ingólfsdóttir, Sigríður Jónsdóttir, Sigurlaug Ásta Blomsterberg Grétarsdóttir, Þórunn Jónsdóttir og Þuríður Sólveig Árnadóttir.

Breytingar á æfingatímum hjá Kvennakór Akureyrar

Kórastarfið hefst fimmtudaginn 19. september með aðalfundi og æfingu. Fundurinn hefst með pizzuveislu kl. 18:00 og formlegur fundur kl. 18:30

Æfingar verða á fimmtudögum kl. 19:30 til 21:30 í Brekkuskóla.

Við munum að syngja á jólatónleikum með Dísellu, Heru Björk og Margréti Eir. Við ætlum samt ekki að hefja haustið með því að æfa jólalög og mætum því með þær nótum sem við vorum með síðasta vetur.

Nýjar konur eru hjartanlega velkomnar í Kvennakór Akureyrar og alltaf má senda póst á kvak@kvak.is þar sem hægt er að fá nánari upplýsingar og við svörum um hæl og sendum nótur til nýrra félaga.

Ekki verður farið í utanlandsferð eða á kóramót þennan veturinn og er því tilvalið fyrir nýjar konur að koma og prófa.

Skotlandsferð Kvennakórsins í júní 2024

Í júní 2024 var farið í söngferðalag til Skotlands. Í hópnum voru 50 manns : 35 kórkonur, Valmar kórstjórinn og 14 makar.

Flogið var til Glasgow þann 21. júní og komið aftur heim til Íslands viku seinna, 28. júní. Gist var í Glasgow, Rothesay á Bute eyjunni, bænum Oban, í Inverness í skosku hálöndunum og endað í Edinborg.

Kórinn söng á tvennum tónleikum. Fyrri tónleikarnir voru haldnir 22. júní í litlu þorpi, Gartocharn, innan Loch Lomond og Trossachs þjóðgarðsins. Félagar úr kirkjukórnum á staðnum, tóku á móti Kvennakórnum og boðið var upp á léttan hádegisverð. Tónleikarnir tókust vel og gestirnir alsælir með okkar söng. Endaði heimsóknin með kaffi (te) og smákökum.

Strax daginn eftir, 23. júní var ekið og siglt til eyjunar Bute. Þar tók á móti okkur Elise Valmarsdóttir sem hjálpaði okkur við skipulagningu þessa tónleika. Auk Elise tók á móti okkur með miklum fögnuði heimakórinn Ballianlay sem einnig söng á tónleikunum. Kórarnir sungu báðir sitt program enn enduðum saman á laginu Why We Sing við mikinn fögnuð tónleikagesta. Fyrir og eftir tónleika var okkur boðið á glæsilegt kökuhlaðborð. Höfðingjalegar móttökur.

Á ferðalagi um Skotland og skosku hálöndin skoðuðum við Stirling kastala, hefðasetrið Mount Stuart House, Inveraray kastala, Hálandasafnið og farið í siglingu á Loch Ness – skrýmslið Nessie lét ekki sjá sig – eða hvað?. Náttúrufegurðin heillaði allan hópin og sólin skein á réttum tímum og stöðum.

Fararstjóri Ana Korbar

Hér má sjá myndir úr ferðinni

Kvennakór Akureyrar heldur til Skotlands í kórferðalag.

Kórinn mun halda tvenna tónleika undir stjórn Valmars Väljaots.Fyrri tónleikarnir verða laugardaginn 22. júní kl. 14:30 í The Millennium Hall í Gartocharn og seinni tónleikarnir verða sunnudaginn 23. júní kl. 14.30 Trinity Church í Rothesay ásamt Ballainlay Choir. Stjórnandi: Fiona Shaw og undirleikari: Olga Morgan

Kvennakór Akureyrar heldur í söngferðalag til Skotlands í júní 2024

Kórinn hefur reglulega farið í söngferðalög. Bæði innanlands og utan.

Hann hefur reynt að fara erlendis u.þ.b. þriðja hvert ár. Síðast var farið til Ítalíu árið 2019 en Covid breytti skipulaginu örlítið.

Í ár verður farið til Skotlands 21. til 28. júní.

Flogið verður frá Keflavík til Glasgow. Markverðustu staðir skoðaðir og auðvitað munu Skotar svo fá að njóta okkar fögru radda, á að minnsta kosti, tvennum tónleikum.

Kvennakór Akureyar tekur þátt í minningartónleikum Jaan Alavere 4.4.2024

Minningartónleikar Jaan Alavere

Jaan Alavere var mörgum kunnugur á Norðurlandinu en hann lést mjög skyndilega þann 3. september árið 2020 í miðju Covid. Jarðarförin fór fram í kyrrþey og var hann svo jarðsettur í Eistlandi.

Jaan var fæddur þann 4. apríl 1969 og þykir því vel við hæfi að halda tónleika honum til heiðurs þann 4. apríl 2024 en þá hefði hann orðið 55 ára gamall.

Tónleikarnir verða haldnir í Akureyrarkirkju 4. apríl kl 20:00

Enginn aðgangseyrir, en tekið verður við frjálsum framlögum.

Fram koma:
Söngfélagið Sálubót
Jónína Björt Gunnarsdóttir
Óskar Pétursson
Jónas Reynir Helgason
Bolli Pétur Bollason
Grete Alavere
Marika Alavere
Valmar Väljaots
Eyþór Ingi Jónsson
Hljómsveitin Gourmet – Trausti Már Ingólfsson, Knútur Emil Jónasson, Borgar Þórarinsson og Pétur Ingólfsson.
Kvennakór Akureyrar