Kvennakór Akureyrar heldur vortónleika sína í Akureyrarkirkju á mæðradag, 12. maí 2019 kl. 14:00. Kvennakórinn syngur tónlist úr ýmsum áttum, þar á meðal lög sem verða flutt á kóramóti í Verona í lok júní.
Kvennakór Háskóla Íslands verður sérstakur gestur á tónleikunum og syngur undir stjórn Margrétar Bóasdóttur.
Kvennakór Akureyrar býður tónleikagestum í veglegt kökuhlaðborð í safnaðarheimilinu að tónleikum loknum. Miðaverð er kr. 4000,- en ókeypis er fyrir 15 ára og yngri. Enginn posi.
Stjórnandi er Sigrún Magna Þórsteinsdóttir.
Akureyrarstofa er styrktaraðili tónleikanna.