Formlegu vetrarstarfi kórsins lauk með tónleikum í Laugarborg 29. maí. Tónleikarnir voru vel sóttir og tónleikagestir fóru saddir og ánægðir heim því að auk þess að hlýða á fjölbreytta dagskrá m.a. frá nýafstöðnu landsmóti kvennakóra beið þeirra kaffihlaðborð af bestu gerð að afloknum tónleikunum.
Aðalfundur kórsins var haldinn sunnudaginn 25. maí með venjulegum aðalfundarstörfum. Úr stjórn gengur Una Þórey Sigurðardóttir núverandi formaður en í stað hennar kemur í stjórn Valdís Þorsteinsdóttir. Stjórnin mun síðan skipta með sér verkum á fyrsta fundi með haustinu.
Á 17. júní mun kórinn koma fram á hátíðarsamkomu í Lystigarðinum en að öðru leyti er hann kominn í sumarfrí eftir annasaman vetur.
Fleiri myndir frá tónleikunum má sjá á facebook síðu kórsins.