Jólatónleikar Kvennakórs Akureyrar

Kvennakór Akureyrar heldur jólatónleika sína í Akureyrarkirkju fimmtudaginn 13. desember kl. 20:00.   Á dagskránni verða jólalög úr ýmsum áttum.

Stjórnandi kórsins er Sigrún Magna Þórsteinsdóttir og einsöngvarar eru Halla Ólöf Jónsdóttir og Helga Kolbeinsdóttir.

 

 

F.v.  Sigrún, Halla Ólöf
og Helga

 

Helena Gudlaug Bjarnadottir leikur á píanó og Petra Óskarsdóttir á flautu.

Almennt miðaverð verður kr. 3000, en frítt fyrir börn yngri en 14 ára.

Enginn posi á staðnum.

Mæðradagstónleikar og kökuhlaðborð 13. maí

Kvennakór Akureyrar heldur vortónleika sína á mæðradag, 13. maí 2018 í Akureyrarkirkju kl 14:00

Tónlistin er einstaklega ljúf og notaleg, með áherslu á sjöunda áratug síðustu aldar.

Kórinn býður tónleikagestum í veglegt kökuhlaðborð í safnaðarheimilinu að tónleikum loknum.

Miðaverð er kr. 4000,- en ókeypis er fyrir 15 ára og yngri. Enginn posi.

Stjórnandi er Sigrún Magna Þórsteinsdóttir. Helga Bryndís Magnúsdóttirleikur á píanó og Ave Sillaots leikur á harmonikku.

Akureyrarstofa er styrktaraðili tónleikanna.

 

Kórinn tekur til starfa eftir sumarfrí

Kvennakór Akureyrar er í þann mund að hefja starf sitt þetta haustið. Sunnudaginn 10. september kl. 16:45 – 19:00 verður fyrsta æfing vetrarins og þá verður tekið hlýlega á móti nýjum kórkonum.

Meðfylgjandi auglýsing birtist í Dagskránni nú í vikunni.

auglysing_haust_17