Brottför flugs frá Akureyri er áætluð kl.10:00 þriðjudaginn 28. júní og flogið með slóvenska flugfélaginu Adria Airways til Ljubljana í Slóveníu. Eftir u.þ.b. 4 tíma flug verður ekið beint til Vrsar í Króatíu ca. 200 km, eða rúmlega 2 klst. Gist verður í 8 nætur á Hotel Pineta.
Fyrsti dagurinn 29.júní, miðvikudagur er frjáls dagur en daginn eftir, þ.e. 30. júní verða tónleikar um kvöldið í kirkjunni St Mary of the sea í Vrsar.
1. júlí á föstudegi verður farið til Rovinj að morgni, tekin stutt skoðunarferð um bæinn og síðan frjáls tími þar til farið verður að hita upp fyrir tónleika. Tónleikar verða um kvöldið á lítilli eyju (Rauða eyjan) fyrir utan Rovinj – Þar syngjum við með Teranke og þess má geta að Klapa Teranke er einn vinsælasti sönghópurinn hjá heimafólkinu.
Klapa Terenke
2. júlí verður ekið síðdegis til Pazin og landið skoðað í leiðinni og að kvöldi verða tónleikar í tónlistarhúsinu í Pazin. Hér tekur á móti okkur blandaði kórinn Roženice – frá Pazin og blandaður kór frá Mengeš í Slóveníu. Eftir tónleika verður sameiginlegur kvöldverður og skemmtun í Pazin.
Ekið til baka til Vrsar að skemmtun lokinni.
3. júlí, sunnudag, er frjáls dagur þar sem hver og einn velur sína afþreyingu eða afslöppun.
4. júlí verður bátsferð með léttri fiskimáltíð (fish picnic). Siglt verður í suðurátt og um Rovinj eyjaklasa, en síðan haldið til Lim-fjarðar.
5. júlí er frjáls dagur
6. júlí, miðvikudag, er brottför frá hóteli um morguninn og þá ekið til Ljubljana og dvalið þar um stund. Brottför flugs JP 942 til Akureyrar kl. 17:15, áætlaður komutími heim er kl. 19:30.
Kórinn hefur í og með æft fyrir þessa ferð í allan vetur og tilhlökkun orðin gífurleg. Kórkonur eru sem taka þátt í ferðinni eru 47 en með fylgifiskum (svokölluðum puntstráum), kórstjóra og undirleikara telur hópurinn 78 manns.
Sýnishorn af æfingu kórsins 19. júní s.l. má sjá á Facebook síðu kórsins.