Tinda fjalla

Ljóð: Jónas Hallgrímsson, úr kvæðinu Vorvísa

Tinda fjalla,
áður alla
undir snjá,
sín til kallar sólin há;
leysir hjalla,
skín á skalla,
skýi sem að brá
og sér fleygði frá.

Grænkar stekkur,
glöð í brekku
ganga kná
börnin þekku bóli frá;
kreppir ekki
kuldahlekkur,
kætist fögur brá –
búa blómum hjá.