Í kvöld 22. janúar tekur Kvennakór Akureyrar þátt í kórahátíð í Hofi. Tónlistarfélag Akureyrar, sem er einn af stofnendum Tónlistarskólans á Akureyri, heldur upp á 75 ára afmæli sitt með glæsilegri tónlistarveislu í Hofi dagana 22. – 28. janúar. Dagskrána vikunnar má sjá á tonak.is og mak.is
Í kvöld 22. janúar kl. 20 er það Kórahátíð: Kvennakór Akureyrar, stjórnandi Sigrún Magna Þórsteinsdóttir, Karlakór Eyjafjarðar, stjórnandi Guðlaugur Viktorsson, Kór aldraðra í fínu formi, sjórnandi Petra Björk Pálsdóttir og Kvennakórinn Emblur, stjórnandi Roar Kvam. Meðleikarar á píanó, Helga Kvam og Valmar Väljaots.