Ný stjórn hefur fundað og skipt með sér verkum. Anna Breiðfjörð Sigurðardóttir er gjaldkeri, Arnfríður Kjartansdóttir formaður, Sólveig Hrafnsdóttir er varaformaður, Valdís Þorsteinsdóttir er ritari og Þórunn Jónsdóttir er meðstjórnandi og lyklapétur.
Í kórinn eru nú skráðar 59 konur. Fjölmennasta röddin er alt 1 með 18 konum, næst á eftir er sópran 1 með 16 konum, þá sópran 2 með 13 konum og loks alt 2 með 12 konum.
Nóg verður um að vera í allan vetur og sungið verður á Akureyri og í nágrannasveitum. Nánari upplýsingar um tónleikahald birtist hér jafnóðum þegar nær dregur.
Næsta sumar verður svo haldið í fjórðu tónleikaferð kórsins á erlenda grund. Að þessu sinni er ferðinni heitið til Króatíu dagana 28. júní til 6. júlí og flogið í beinu flugi frá Akureyri til Ljubljana í Slóveníu og ekið þaðan í átt að Adriahafi til bæjarins Vrsar á króatísku ströndinni, þar sem gist verður allar 8 næturnar.