María, meyjan skæra,
minning þín og æra!
Verðugt væri að færa
vegsemd þér og sóma
soddan sólarljóma.
Þú varst ein svo helg og hrein,
hæstum vafin blóma.
María móðir skæra,
meyja blóm og æra
mestu mærð skal stæra,
mater gloriosa.
Drottning allra drósa.
Fannstu náð fyrir lög og láð, lifandi drottins rósa