Landsmót á Selfossi 29. apríl – 1. maí

Landsmót kvennakóra verður haldið á Selfossi dagana 29. apríl til 1. maí n.k. þar sem 22 kvennakórar eða um 600 konur koma saman.

Landsmót íslenskra kvennakóra er haldið á þriggja ára fresti  á vegum Gígjunnar sem eru  landssamtök kvennakóra.  Mótið er nú haldið í áttunda sinn og mun Jórukórinn á Selfossi sjá um framkvæmdina í þetta sinn. 

Dagskráin hefst kl. 17:30 á föstudeginum með móttöku og afhendingu mótsgagna og kvöldverði.  Að því loknu verður farið í óvissuferð.

Á laugardeginum verðar æfingar frá kl. 9 að morgni og síðan haldnir tónleikar á tveimur stöðum, þ.e. í Selfosskirkju og í Iðu, Íþróttahúsi Fjölbrautarskóla Suðurlands. Um kvöldið er svo hátíðarkvöldverður og dansleikur í Íþróttahúsi Sólvallaskóla.

Á sunnudegi hefjast æfingar kl. 9:30 og að þeim loknum verða hátíðartónleikar í Iðu kl. 15:00 – 16:30 þar sem Stórsveit Suðurlands kemur til liðs við kórana. Mótinu lýkur með kveðjukaffi í Íþróttahúsi Sólvallaskóla.

Kvennakór Akureyrar hefur ekki áður tekið þátt landsmóti og er mikill hugur og spenningur í gangi fyrir þáttökunni í þessari glæsilegu dagskrá sem Jórukórinn á Selfossi hefur skipulagt. Nánar um landsmóti má sjá á vef þeirra  http://jorukorinn.is/Jorukorinn_-_Selfossi/Landsmot.html