Kvöldljóð

Kvöldljóð
Ungverskt þjóðlag. Ljóð: Jón Hlöðver Áskelsson

Kulið eykst er kvöldið líður.
Hvíld í skógi flækings bíður.
Saman greipum sínum heldur,
sárbænandi þann er veldur.

Fyrirgef mér faðir góður.
Friðlaus er og vegamóður.
Refilstigu reikað hefi,
ró og frið nú herrann gefi.

Blíði faðir, bæn heyr mína,
birtu láti‘ í drauma skína,
fagrir englaflokkar þínir.
Blíði faðir, bæn heyr mína.
Blíði faðir, bæn heyr mína.