Kvæðið um fuglana

Lag: Atli Heimir Sveinsson. Ljóð: Davíð Stefánsson. Úts.: Marteinn H. Friðriksson

Snert hörpu mína, himinborna dís,
svo hlusti englar Guðs í Paradís.
Við götu mína fann ég fjalarstúf
og festi á hann streng og rauðan skúf.

Úr furutré sem fann ég út við sjó
ég fugla skar og lík´úr smiðjumó.
Í huganum til himins oft ég svíf
og hlýt að geta sungið í þá líf.

Þeir geta sumir synt á læk og tjörn,
og sumir verða alltaf lítil börn.
En sólin gyllir sund og bláan fjörð
og sameinar meö töfrum loft og jörð.

Ég heyr´í fjarska villtan vængjaþyt.
Um varpann leikur draumsins perluglit.
Snert hörpu mína himinborna dís,
og hlustið englar Guðs í Paradís.