I dag, 6. ágúst var hreint stórkostlegur dagur hjá kórnum í Kanada. Við mættum fyrir kl. 10 í Gimli til þess að taka þátt í skrúðgöngu á hátíðinni. Við komum okkur fyrir á gríðarstórum trrukk- vagni, settumst þar á heybagga, með íslenska fánann í hönd, Daníel spilaði á harmoniku og við sungum. Vagninum var ekið í broddi fylkingar hring um bæinn. bæjarbúar og gestir höfðu komið sér vel fyrir á leið skrúðgöngunnar og fögnuðu okkur og öðrum í göngunni. Var þetta hin mesta upplifun og þótti sumum sem nú stæðu þeir á hátindi frægðar sinnar. Hátíðahöld í Gimligarði hófust síðan kl.13:00 og með fyrstu atriðum á dagskránni var söngur Kvennakórs Akureyrar. Að honum loknum komu sér fyrir à sviði bæjarstjórar Akureyrar og Gimli ásamt eiginkonum, Bjarni Benediktsson og frú, Atli Ásmundsson,ræðismaður og frú ásamt fleiri stórmennum sem ekki verða talin upp hér. Fjölmargar ræður voru haldnar og var kórinn til taks á sviði og söng meðal annars Fósturlandsins freyja við inngöngu fjallkonunnar svo og fleiri ættjarðarlög og þjóðsöngva Kanada og Íslands. Veðrið var stórfenglegt, glaða sólskin og hitinn um 25 stig. Dásamlegur dagur í alla staði og stórfengleg upplifun.