Ísland, farsælda frón

Lag: Þjóðlag. Ljóð: Jónas Hallgrímsson

Ísland farsældar frón
og hagsælda hrímhvíta móðir.
Hvar er þín fornaldarfrægð,
frelsið og manndáðin best?

Landið var fagurt og frítt
og fannhvítir jöklanna tindar,
himininn heiður og blár,
hafið var skínandi bjart.