Haustvísur Máríu

Lag: Atli Heimir Sveinsson. Ljóð: Einar Ólafur Sveinsson

Máría, ljáðu mér möttul þinn,
mæðir hretið skýja;
tekur mig að kala á kinn,
kuldi smýgr í hjartað inn;
mér væri skjól að möttlinum þínum hlýja.

Máría, ljáðu mér möttul þinn,
mærin heiðis sala;
að mér sækir eldurinn,
yfir mig steypist reykurinn;
mér væri þörf á möttlinum þínum svala.

Þegar mér sígur svefn á brá
síðastur alls í heimi,
möttulinn þinn mjúka þá,
Móðir breiddu mig ofan á,
svo sofi´ ég vært og ekkert illt mig dreymi.