Starfsemin á þessu hausti hófst þann 10. september og stjórnandi kórsins er áfram Sigrún Magna Þórsteinsdóttir sem stjórnað hefur kórnum frá því í mars 2017. Æfingar eru á sunnudögum og kórfélagar eru um 65 talsins.
Aðalfundur var haldinn 17. september og var stjórnin sem starfaði á síðasta starfsári endurkjörin. Þórunn Jónsdóttir er formaður, Halla Sigurðardóttir varaformaður, Anna B. Sigurðardóttir gjaldkeri, Valdís Þorsteinsdóttir ritari og Margrét Ragúels meðstjórnandi.
F.v. Anna, Valdís, Þórunn, Halla og Margrét.
Æfingadagur var haldinn í Brekkuskóla 23 september og æft af krafti fyrir hausttónleikana sem síðan voru haldnir 8. október kl. 17:00 í Akureyrarkirkju. Klukkan 20:00 sama kvöld söng kórinn síðan í Bleikri messu í Akureyrarkirkju en slík messa er haldin þar árlega í október.
Að þessu loknu var tekið til við að æfa á fullu fyrir jólatónleikana sem haldnir verða 14. desember. Þessir tónleikar verða nánar auglýstir síðar en ljóst er að þar verður um að ræða fínustu skemmtun þar sem sungin verða bæði hefðbundin og óhefðbundin jólalög við undirleik góðra hljóðfæraleikara.