Fífilbrekka, gróin grund

Þjóðlag. Ljóð: Jónas Hallgrímsson. Úts. Björgvin Guðmundsson

Fífilbrekka, gróin grund,
grösug hlíð með berjalautum,
flóatetur, fífusund,
fífilbrekka smáragrund.
Yður hjá ég alla stund
uni best í sæld og þrautum.
Fífilbrekka, gróin grund,
grösug hlíð með berjalautum.

Sæludalur, sveitin best,
sólin á þig geislum helli,
snemma risin, seint er sest.
Sæludalur, prýðin best.
Þín er grundin gæðaflest,
gleði æsku, hvíldin elli.
Sæludalur, sveitin best,
sólin á þig geislum helli.